Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 10:44 Hefðbundin vinna og matarskammtar, sem ríkið skaffar, dugar ekki til að lifa af í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17
Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40
Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34