Það gengur ekkert innan vallar hjá NBA-liðinu LA Lakers og staðan utan vallar virðist vera litlu betri.
Magic Johnson hætti mjög óvænt sem forseti Lakers á dögunum án þess að láta nokkurn mann vita. Hann sagði síðar að hann hefði verið stunginn í bakið af framkvæmdastjóra félagsins, Rob Pelinka, og hafði engan áhuga á að starfa áfram í slíku umhverfi.
Nú virðist vera að koma í ljós að Magic sjálfur hafi nú ekki verið barnanna bestur sjálfur í framkomu. Þó nokkrir starfsmenn hafa nefnilega stigið fram og sakað Magic um hrokafulla framkomu.
Starfsfólkið segir að Magic hafi svarað öllum fyrirspurnum í hótandi tón. Hann hafi verið með ógnandi tilburði í garð starfsfólksins og jafnvel lagt það í einelti.
Það virðist því allt vera í toppstandi hjá félaginu á öllum vígstöðvum.
Magic sagður hafa verið með ógnandi tilburði við starfsfólk Lakers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





