Sænskar landsliðskonur í fótbolta mæta samningslausar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 19:30 Sofia Jakobsson. Getty/Maddie Meyer Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira