Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 11:30 David Seaman niðurlútur eftir úrslitaleik Arsenal og Real Zaragoza í Evrópukeppni bikarhafa 1995. Seaman fékk á sig mark af löngu færi á lokamínútu framlengingarinnar. vísir/getty Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Þetta er sjötti úrslitaleikur Arsenal í Evrópukeppni og sagan er ekki beint hliðholl Skyttunum þegar kemur að Evrópuúrslitaleikjum. Arsenal komst í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1979-80 þar sem liðið mætti Valencia á Heysel vellinum í Brüssel. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Valencia betur, 5-4. Liam Brady og Graham Rix klúðruðu sínum spyrnum fyrir Arsenal.Leikmenn Arsenal hughreysta Graham Rix sem klúðraði víti sínu í vítakeppninni gegn Valencia í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1980.vísir/gettyArsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1993-94. Andstæðingurinn var Parma frá Ítalíu og fór úrslitaleikurinn fram á Parken í Danmörku. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Alan Smith með skoti á lofti frá vítateigslínu á 20. mínútu. Hann tryggði Skyttunum þar með eina Evróputitilinn í sögu félagsins.Alan Smith var hetja Arsenal gegn Parma í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1994.vísir/getty Arsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Skytturnar mættu þá Real Zaragoza á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain. Juan Esnáider kom Zaragoza yfir á 68. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði John Hartson fyrir Arsenal. Leikurinn var framlengdur og allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast á vítapunktinum. En á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Nayim, fyrrverandi leikmaður Tottenham, sigurmark Zaragoza með skoti af rúmlega 35 metra færi sem sveif yfir David Seaman í marki Arsenal. Árið 2000 komst Arsenal í úrslit Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið mætti Galatasary. Líkt og gegn Parma sex árum fyrr fór leikurinn fram á Parken í Kaupmannahöfn. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Galatasary vann, 4-1. Tyrkirnir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Davor Suker og Patrick Viera skutu í markrammann fyrir Arsenal. Árið 2006 komst Arsenal í fyrsta og eina sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn héldu Skytturnar hreinu í tíu leikjum í röð. Úrslitaleikurinn, sem fór fram á Stade de France, byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 18. mínútu var þýski markvörðurinn Jens Lehmann rekinn af velli fyrir brot á Samuel Eto'o. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem var rekinn út af í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir liðsmuninn komst Arsenal yfir þegar Sol Campbell skoraði með skalla á 37. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik, Skyttunum í vil. Barcelona sótti stíft í seinni hálfleik og pressan bar loks árangur á 76. mínútu þegar Eto'o jafnaði. Fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Juliano Belletti sigurmarkið. Annar varamaður, Henrik Larsson, lagði bæði mörkin upp. Lokatölur 2-1, Barcelona í vil sem vann þarna Meistaradeildina í annað sinn í sögu félagsins. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00 Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Þetta er sjötti úrslitaleikur Arsenal í Evrópukeppni og sagan er ekki beint hliðholl Skyttunum þegar kemur að Evrópuúrslitaleikjum. Arsenal komst í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1979-80 þar sem liðið mætti Valencia á Heysel vellinum í Brüssel. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Valencia betur, 5-4. Liam Brady og Graham Rix klúðruðu sínum spyrnum fyrir Arsenal.Leikmenn Arsenal hughreysta Graham Rix sem klúðraði víti sínu í vítakeppninni gegn Valencia í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1980.vísir/gettyArsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1993-94. Andstæðingurinn var Parma frá Ítalíu og fór úrslitaleikurinn fram á Parken í Danmörku. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Alan Smith með skoti á lofti frá vítateigslínu á 20. mínútu. Hann tryggði Skyttunum þar með eina Evróputitilinn í sögu félagsins.Alan Smith var hetja Arsenal gegn Parma í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa 1994.vísir/getty Arsenal komst aftur í úrslit Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Skytturnar mættu þá Real Zaragoza á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain. Juan Esnáider kom Zaragoza yfir á 68. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði John Hartson fyrir Arsenal. Leikurinn var framlengdur og allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast á vítapunktinum. En á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Nayim, fyrrverandi leikmaður Tottenham, sigurmark Zaragoza með skoti af rúmlega 35 metra færi sem sveif yfir David Seaman í marki Arsenal. Árið 2000 komst Arsenal í úrslit Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið mætti Galatasary. Líkt og gegn Parma sex árum fyrr fór leikurinn fram á Parken í Kaupmannahöfn. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Galatasary vann, 4-1. Tyrkirnir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Davor Suker og Patrick Viera skutu í markrammann fyrir Arsenal. Árið 2006 komst Arsenal í fyrsta og eina sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn héldu Skytturnar hreinu í tíu leikjum í röð. Úrslitaleikurinn, sem fór fram á Stade de France, byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 18. mínútu var þýski markvörðurinn Jens Lehmann rekinn af velli fyrir brot á Samuel Eto'o. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem var rekinn út af í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir liðsmuninn komst Arsenal yfir þegar Sol Campbell skoraði með skalla á 37. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik, Skyttunum í vil. Barcelona sótti stíft í seinni hálfleik og pressan bar loks árangur á 76. mínútu þegar Eto'o jafnaði. Fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Juliano Belletti sigurmarkið. Annar varamaður, Henrik Larsson, lagði bæði mörkin upp. Lokatölur 2-1, Barcelona í vil sem vann þarna Meistaradeildina í annað sinn í sögu félagsins. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00 Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. 29. maí 2019 12:00
Lögreglan í Bakú stöðvaði stuðningsmenn í treyjum Mkhitaryan | Myndband Stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir að vera í treyjum merktum Henrikh Mkhitaryan. 29. maí 2019 07:30