Bandaríkjamenn hafa meira en tvöfaldað innflutningstolla á vörur að verðmæti um 200 milljarða dollara frá Kína og svo virðist sem verulega hafi harðnað á viðskiptastríði þjóðanna tveggja.
Tollar á sumar vörur hafa farið úr tíu prósentum í 25 prósent og stjórnvöld í Kína hafa þegar hótað mótvægisaðgerðum.
Háttsettir embættismenn beggja landa eru nú að reyna að ná viðskiptasamningi á milli Kína og Bandaríkjanna og fara fundirnir fram í Washington, því koma hækkanir á töllum af hálfu Bandaríkjamanna á óvart.
Vörurnar sem um ræður er hverskyns, fiskur, handtöskur, fatnaður og skóbúnaður, svo eitthvað sé nefnt.
Meiri harka að færast í viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
