"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:00 Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling. Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling.
Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira