Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:00 Andrade gefur Rose Namajunas rós. Vísir/Getty UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt. MMA Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Sjá meira
UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt.
MMA Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Sjá meira