Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:00 Andrade gefur Rose Namajunas rós. Vísir/Getty UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Sjá meira