Ætla að tryggja brunavarnir í Seljaskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2019 11:20 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira