Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2019 16:14 Durek Verrett, Sölvi Tryggvason og Brynjar Örn Ellertsson á pallborðsumræðum árið 2016. Vísir Brynjar Örn Ellertsson, lífefnafræðingur og félagi í Vantrú, hefur ekki mikið álit á nýjum kærustu norsku prinsessunnar. Märtha Louise birti mynd af sér og kærasta sínum, Durek Verrett, á Instagram um liðna helgi. Sagðist Louise vera yfir sig ástfangin og alveg sama hvað öðrum finnst um það. Durek þessi heimsótti Ísland árið 2016 í boði Tveggja heima þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum. Brynjar Örn var fulltrúi Vantrúar í þeim pallborðsumræðum en Durek sagðist njóta aðstoðar ýmiskonar anda annarra heima við að laga vandamál fólks. „Ég veit fyrir víst að hann var að hringa í krabbameinssjúka eiginkonu vinar míns og bjóðast til að taka hana í skoðun fyrir 50 þúsund krónur,“ segir Brynjar um Durek. „Hann var að reyna að heila fatlaða stelpu sem var á þessum fundi. Sagðist geta læknað hana,“ sagði Brynjar.Hægt er að sjá brot úr þessum pallborðsumræðum í meðfylgjandi myndbandi.Brynjar segist hafa gagnrýnt Durek því hann sagðist geta læknað sjúkdóma. Brynjar reyndi að fá út úr Durek hvernig hann færi að því að lækna fólk en Brynjar segir Durek hafa vikið sér fimlega undan flestum spurningunum. „Hann er undarlegur maður. Kristilegur Shaman, sem talar við engla,“ segir Brynjar. Lengi vel var að finna á heimasíðu Durek að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni og gæti þannig talað við góða og illa anda. Í dag virðist Durek hafa hreinsað netslóð sína nokkuð vandlega að sögn Brynjars og margar greinar og myndbönd horfin sem áður voru aðgengileg. Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Brynjar Örn Ellertsson, lífefnafræðingur og félagi í Vantrú, hefur ekki mikið álit á nýjum kærustu norsku prinsessunnar. Märtha Louise birti mynd af sér og kærasta sínum, Durek Verrett, á Instagram um liðna helgi. Sagðist Louise vera yfir sig ástfangin og alveg sama hvað öðrum finnst um það. Durek þessi heimsótti Ísland árið 2016 í boði Tveggja heima þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum. Brynjar Örn var fulltrúi Vantrúar í þeim pallborðsumræðum en Durek sagðist njóta aðstoðar ýmiskonar anda annarra heima við að laga vandamál fólks. „Ég veit fyrir víst að hann var að hringa í krabbameinssjúka eiginkonu vinar míns og bjóðast til að taka hana í skoðun fyrir 50 þúsund krónur,“ segir Brynjar um Durek. „Hann var að reyna að heila fatlaða stelpu sem var á þessum fundi. Sagðist geta læknað hana,“ sagði Brynjar.Hægt er að sjá brot úr þessum pallborðsumræðum í meðfylgjandi myndbandi.Brynjar segist hafa gagnrýnt Durek því hann sagðist geta læknað sjúkdóma. Brynjar reyndi að fá út úr Durek hvernig hann færi að því að lækna fólk en Brynjar segir Durek hafa vikið sér fimlega undan flestum spurningunum. „Hann er undarlegur maður. Kristilegur Shaman, sem talar við engla,“ segir Brynjar. Lengi vel var að finna á heimasíðu Durek að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni og gæti þannig talað við góða og illa anda. Í dag virðist Durek hafa hreinsað netslóð sína nokkuð vandlega að sögn Brynjars og margar greinar og myndbönd horfin sem áður voru aðgengileg.
Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49