Gagnkvæm viðurkenning Kína og Íslands á háskólanámi mikið réttindamál Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. maí 2019 23:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er stödd í Kína um þessar mundir. Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja. Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja.
Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira