Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 06:00 Páll Hreinsson er í leyfi frá Hæstarétti á meðan hann gegnir dómstörfum hjá EFTA. Fréttablaðið/Ernir Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Lagaprófessor við Óslóarháskóla, Mads Andenæs, lýsti meintu vanhæfi Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómstólsins, í umdeildu norsku máli, svokölluðu Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá dómstólnum, í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin fyrir helgi. Andenæs segir í færslu sinni að Páll Hreinsson hafi sem forseti EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið í fréttabréfi sem dómarar allra aðildarríkja EFTA fengu sent og að athugasemd forsetans um málið megi skilja sem svo að hann sé á öndverðum meiði við fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá upplýsti forseti hæstaréttar Noregs fyrir helgi að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen, hefði hvatt sig til að vísa málinu aftur til EFTA-dómstólsins en hefur þegar kveðið upp dóm í málinu um skaðabótaskyldu norska ríkisins gagnvart fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norskur áfrýjunardómstóll, sem fékk málið til meðferðar, sýknaði norska ríkið hins vegar og fór með því gegn dómi EFTA-dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins. Dómi þessum var áfrýjað til hæstaréttar Noregs sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins með ósk um ráðgefandi álit. Það var svo núna fyrir helgi sem uppvíst varð um samskipti norska dómarans við hæstarétt Noregs og af umræðunni í Noregi að dæma er málið litið alvarlegum augum og staða dómarans sögð mjög erfið. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við segja dómarann í rauninni vera að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir og ljóst sé að Fosen-málið verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll að spurning hæstaréttar Noregs til EFTA-dómstólsins varði þröskuld skaðabótaskyldu ríkisins og það skilyrði skaðabótaskyldu að brot þurfi að vera nægilega alvarlegt. Andenæs er ekki einn um þá skoðun að Páll hafi með þessu lýst viðhorfi til málsins sem geri hann vanhæfan sem dómara, en í svari til Andenæs á Linkedin segir fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher: „Þetta er skólabókardæmi um hlutdrægni dómaranna frá Íslandi og Noregi, því miður.“ Fyrirtaka var í Fosen-málinu hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll Hreinsson er dómformaður í málinu, en norski dómarinn, Per Cristiansen, veiktist skyndilega um helgina og því þurfti að kalla inn varadómara með stuttum fyrirvara til að setjast í dóminn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum EFTA-dómstólsins við fyrrgreindum ummælum um vanhæfi Páls Hreinssonar í umræddu máli. Viðbrögð höfuð ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira