Veganæði á hlutabréfamörkuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:15 Greggs hefur gert það gott á hlutabréfamörkuðum á undanförnu ári. Getty/SOPA Images Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods. Vegan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods.
Vegan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira