Manchester City heldur fram sakleysi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:30 Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni. Getty/Michael Regan Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00
Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00