Mörg NBA lið liggja á bæn í kvöld til að fá tækifæri til að velja þennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 22:30 Zion Williamson. Getty/Patrick Smith Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton. NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton.
NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira