Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 10:16 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt. Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt.
Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent