Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:15 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira