Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:34 Lilja Rafney er með lögheimili á Suðureyri. Hún flaug mest innalands af þingmönnum. Vísir/Vilhelm Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra. Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra.
Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira