Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 3-5 prósent fullorðinna einstaklinga með ADHD. Fréttablaðið/Daníel „Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
„Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira