Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 3-5 prósent fullorðinna einstaklinga með ADHD. Fréttablaðið/Daníel „Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira