Ekki í fyrsta sinn sem Skagamenn koma upp með látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 12:00 Arnar Már Guðjónsson stjórnar fagnaðarlátunum eftir einn sigurleikinn í sumar. Vísir/Daníel Nýliðar Skagamanna sitja á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á FH-ingum á Akranesi í gærkvöldi. ÍA hefur unnið Íslandsmeistara Vals og stórlið FH í síðustu deildarleikjunum sínum og hefur heillað marga með frammistöðu sinni í upphafi Íslandsmótsins. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Skagamenn koma upp í efstu deild með látum. Þetta er nefnilega í þriðja skipti sem Skagamenn sitja sem nýliðar í efsta sætinu eftir fjórar umferðir og svo voru þeir í öðru sæti eftir fjóra leiki á mjög sögulegu nýliðatímabili fyrir 27 árum síðan. Þeir eru einu nýliðarnir sem hafa orðið Íslandsmeistarar (1992) og Skagamenn voru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir þegar þeir komu upp í deildina sumarið 2012. Það sem liðin 2012 og liðið í ár eiga sameiginlegt að í báðum liðum var Jóhannes Karl Guðjónsson í aðalhlutverki hjá Skagaliðinu. Hann er núna á fyrsta ári með Skagamenn í Pepsi Max deildinni en fyrir sjö árum var hann að koma heim eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Samtals hafa þessi tvö nýliðalið með Jóhannes Karl í fararbroddi fengið 22 stig af 24 mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum. Skagamenn voru kannski með fleiri stig eftir fjóra leiki á nýliðaárinu 2012 (12 á móti 10) en liðið í ár skoraði fleiri mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum (9 á móti 8). Skagamenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri í öllum fjórum leikjum sínum í sumar. Skagamenn eru farnir að skora mörkin á ný sem gleður marga. Skagamenn byrjuðu einnig mjög vel þegar þeir voru nýliðar í deildinni sumarið 1969. Skagaliðið varð þá í efsta sætinu eftir fjórar umferðir en endaði síðan í öðru sæti um haustið. Þeir unnu síðan Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1970.Stig og mörk eftir fyrstu fjóra leikina hjá síðustu nýliðaliðum ÍA: 2019 - 10 stig og 9 mörk (1. sæti) 2015 - 4 stig og 3 mörk (10. sæti) 2012 - 12 stig og 8 mörk (1. sæti) 1992 - 8 stig og 6 mörk (2. sæti) 1969 - 5 stig og 6 mörk (1. sæti) Akranes Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Nýliðar Skagamanna sitja á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á FH-ingum á Akranesi í gærkvöldi. ÍA hefur unnið Íslandsmeistara Vals og stórlið FH í síðustu deildarleikjunum sínum og hefur heillað marga með frammistöðu sinni í upphafi Íslandsmótsins. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Skagamenn koma upp í efstu deild með látum. Þetta er nefnilega í þriðja skipti sem Skagamenn sitja sem nýliðar í efsta sætinu eftir fjórar umferðir og svo voru þeir í öðru sæti eftir fjóra leiki á mjög sögulegu nýliðatímabili fyrir 27 árum síðan. Þeir eru einu nýliðarnir sem hafa orðið Íslandsmeistarar (1992) og Skagamenn voru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir þegar þeir komu upp í deildina sumarið 2012. Það sem liðin 2012 og liðið í ár eiga sameiginlegt að í báðum liðum var Jóhannes Karl Guðjónsson í aðalhlutverki hjá Skagaliðinu. Hann er núna á fyrsta ári með Skagamenn í Pepsi Max deildinni en fyrir sjö árum var hann að koma heim eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Samtals hafa þessi tvö nýliðalið með Jóhannes Karl í fararbroddi fengið 22 stig af 24 mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum. Skagamenn voru kannski með fleiri stig eftir fjóra leiki á nýliðaárinu 2012 (12 á móti 10) en liðið í ár skoraði fleiri mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum (9 á móti 8). Skagamenn hafa skorað tvö mörk eða fleiri í öllum fjórum leikjum sínum í sumar. Skagamenn eru farnir að skora mörkin á ný sem gleður marga. Skagamenn byrjuðu einnig mjög vel þegar þeir voru nýliðar í deildinni sumarið 1969. Skagaliðið varð þá í efsta sætinu eftir fjórar umferðir en endaði síðan í öðru sæti um haustið. Þeir unnu síðan Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1970.Stig og mörk eftir fyrstu fjóra leikina hjá síðustu nýliðaliðum ÍA: 2019 - 10 stig og 9 mörk (1. sæti) 2015 - 4 stig og 3 mörk (10. sæti) 2012 - 12 stig og 8 mörk (1. sæti) 1992 - 8 stig og 6 mörk (2. sæti) 1969 - 5 stig og 6 mörk (1. sæti)
Akranes Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira