Leiðtogi ETA handtekinn eftir sautján ár á flótta Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 16. maí 2019 09:02 Josu Ternera í Bilbao árið 2002. EPA/ALFREDO ALDAI Pólitískur leiðtogi ETA samtakanna, aðskilnaðarhreyfingar Baska, sem álitin eru hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu, hefur verið handtekinn eftir að hafa verið í sautján ár á flótta. José Antonio Urrutikoetxea, sem gengur undir nafninu Josu Ternera, var handtekinn í frönsku ölpunum í bænum Sallanches í sameiginlegri aðgerð frönsku og spænsku lögreglunnar. Hann er sakaður um fjölmörg morð en ETA háðu blóðuga baráttu fyrir sjálfstæði Baska í rúm fjörutíu ár. Samtökin lýstu því yfir í fyrra að þau væru hætt störfum en rúmlega átta hundruð manns lágu í valnum áður en yfir lauk, eða þegar samtökin tilkynntu um vopnahlé árið 2011.Ternera, sem er 68 ára gamall, er sagður alvarlega veikur og lögreglan komst á spor hans þegar hann var á leið á spítala. Á meðal þess sem Ternera er sakaður um er bílsprengjuárás sem gerð var fyrir utan herstöð spænsku herlögreglunnar í Zaragoza árið 1987 þar sem ellefu létu lífið, þar á meðal fimm börn. Hann sendi frá sér hljóðupptöku í mái í fyrra þar sem hann sagði ETA hafa verið lagt niður og að samtökin væru ekki lengur starfandi. Ternera hefur verið eftirlýstur frá því í nóvember 2002 þegar hann mætti ekki fyrir dómara á Spáni vegna árásarinnar í Zaragoza. Spænskir dómstólar vilja rétt yfir Ternera fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þrír aðrir meðlimir ETA hafa verið ákærðir fyrir sömu glæpi en þeir sitja í fangelsum í Frakklandi og hefur ekki verið réttað yfir þeim á Spáni. Frakkland Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Pólitískur leiðtogi ETA samtakanna, aðskilnaðarhreyfingar Baska, sem álitin eru hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu, hefur verið handtekinn eftir að hafa verið í sautján ár á flótta. José Antonio Urrutikoetxea, sem gengur undir nafninu Josu Ternera, var handtekinn í frönsku ölpunum í bænum Sallanches í sameiginlegri aðgerð frönsku og spænsku lögreglunnar. Hann er sakaður um fjölmörg morð en ETA háðu blóðuga baráttu fyrir sjálfstæði Baska í rúm fjörutíu ár. Samtökin lýstu því yfir í fyrra að þau væru hætt störfum en rúmlega átta hundruð manns lágu í valnum áður en yfir lauk, eða þegar samtökin tilkynntu um vopnahlé árið 2011.Ternera, sem er 68 ára gamall, er sagður alvarlega veikur og lögreglan komst á spor hans þegar hann var á leið á spítala. Á meðal þess sem Ternera er sakaður um er bílsprengjuárás sem gerð var fyrir utan herstöð spænsku herlögreglunnar í Zaragoza árið 1987 þar sem ellefu létu lífið, þar á meðal fimm börn. Hann sendi frá sér hljóðupptöku í mái í fyrra þar sem hann sagði ETA hafa verið lagt niður og að samtökin væru ekki lengur starfandi. Ternera hefur verið eftirlýstur frá því í nóvember 2002 þegar hann mætti ekki fyrir dómara á Spáni vegna árásarinnar í Zaragoza. Spænskir dómstólar vilja rétt yfir Ternera fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þrír aðrir meðlimir ETA hafa verið ákærðir fyrir sömu glæpi en þeir sitja í fangelsum í Frakklandi og hefur ekki verið réttað yfir þeim á Spáni.
Frakkland Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira