Nick Kyrgios var að spila leik við Norðmanninn Casper Ruud í 2. umferð mótsins en í boði var sæti í sextán manna úrslitum.
Leikurinn endaði aldrei því svo ósáttur var Nick Kyrgios við að fá dómaravíti að hann gjörsamlega truflaðist, þrumaði spaðanum í jörðina, kastaði stól inn á völlinn og strunsaði síðan í burtu.
Nick Kyrgios er 24 ára gamall og í 33. sæti á heimslistanum. Hann hefur unnið fimm mót á mótaröðinni á ferlinum og er næsthæsti Ástralinn á heimslistanum.
Nick Kyrgios var þó ekki brjálaðri en það að hann tók í höndina á öllum áður en hann rauk í burtu.
Norðmaninum Casper Ruud var dæmdur sigur og mætir hann Juan Martín del Potro frá Argentínu í næstu umferð.
Hér fyrir neðan má sjá brjálæðiskastið hjá Nick Kyrgios.
NSFW: Nick Kyrgios absolutely loses it at the Italian Open
(via @andreopines) pic.twitter.com/TabwYNlonv
— SI Tennis (@SI_Tennis) May 16, 2019
Nick Kyrgios hafði líka komist í fréttirnar í gær fyrir að drulla yfir stærstu stjörnur tennisheimsins eins og þá Rafa Nadal og Novak Djokovic.
"He has a sick obsession with wanting to be liked."
Nick Kyrgios has lashed out at Rafa Nadal and Novak Djokovic and doesn't hold back...
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2019