Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 17:41 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Hún lagði af stað til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf sex síðdegis. Vísir/Magnús Hlynur Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur
Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38