Baldur kallaður „gyðingahatari“ á götum Tel Avív Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 19:14 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson eru nú staddir í Tel Avív en Felix er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Una Sighvatsdóttir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv. Eurovision Ísrael Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv.
Eurovision Ísrael Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent