Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. maí 2019 06:15 Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru verðlaunaðir með gjafabréfi vegna góðrar afkomu bæjarins og aðhalds sem sýnt var í fjármálum. Fréttablaðið/Ernir Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira