Pabbi Steph Curry vildi ekki að hann færi til Golden State á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 22:30 Feðgarnir Stephen Curry og Dell Curry. GettyKevin C. Cox Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019 NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira