Vegagerðin gerir ráð fyrir 15% stærri flóðum en áður vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 11:45 Frá Skaftárhlaupi. Vísir/Einar árnason Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar. Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar.
Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira