Hægri og vinstri gætu unnið saman til að útiloka hægriöfgaflokka Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 19:01 Rasmussen var spurður út í stjórnarmynstur eftir kosningar á blaðamannafundi í tengslum við útkomu bókar. Vísir/EPA Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37