Hitamælar Veðurstofu settu hundrað leiguíbúðir í frost Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. maí 2019 08:00 Heimavellir telja að biðin eftir að hægt verði að losna við mæla Veðurstofunnar sé of löng. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að segja sig frá viðræðum við Reykjavíkurborg um fyrirhugaða uppbyggingu hundrað hagkvæmra leiguíbúða fyrir ungt fólk á Veðurstofureitnum svokallaða við Bústaðaveg. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í nóvember í fyrra en að sögn framkvæmdastjóra leigufélagsins varð ekkert ósætti milli aðila. Hitamælar Veðurstofu Íslands á lóðinni hafi hins vegar skapað óyfirstíganlega hindrun. „Það er ekkert ósætti eða neitt slíkt og það er ekki eins og borgin hafi verið að draga lappirnar,“ segir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. „Það eru þarna hitamælar við Veðurstofuna sem eru búnir að mæla hitann í Reykjavík í einhverja áratugi. Ef þú byggir hús fyrir framan mælana þá eru mælingarnar ekki sambærilegar við það sem áður var. Þá þarf að færa mælana en svo þarf að keyra gömlu og nýju mælana saman í allt að tvö ár. Þá er þetta orðið það langur tími að við ákváðum að segja okkur frá þessu.“ Á meðan gömlu og nýju mælarnir væru að stilla saman strengi sína væri því allt byggingarverkefnið svo gott sem stopp. „Það væri hægt að grafa holuna og steypa sökkul. En ekki mikið meira en það,“ segir Arnar Gauti. Tilkynnt var um það þann 1. nóvember 2018 að borgarráð Reykjavíkurborgar hefði samþykkt að hefja viðræður við Heimavelli um lóðavilyrði vegna Veðurstofureitsins. Arnar Gauti segir viðræður hafa staðið við borgina síðan en í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar Íslands segir að nú sé ljóst að aðilar nái ekki saman um „grundvallarforsendur verkefnisins og hafa Heimavellir því ákveðið að segja sig frá verkefninu.“ Sem fyrr segir stóð til að reisa þarna hundrað íbúðir ætlaðar ungu fólki í samvinnu við Ístak, Eflu og Glámu-Kím. Íbúðir sem vissulega er eftirspurn er eftir. Aðspurður hvort Heimavellir séu að horfa annað í framhaldinu fyrir verkefnið segir Arnar Gauti svo ekki vera. Félagið sé búið að festa kaup á 164 íbúðum á Hlíðarendareitnum sem byrji að koma til afhendingar í sumar og ætli að einbeita sér að því.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira