Rétturinn til sjálfsákvörðunar í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Fréttablaðið Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00