Ha, ég?! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar