Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 16:15 Ólafur Vigfús Ólafsson. Vísir/Baldur Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur
Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42