Jón Axel Guðmundsson æfir hjá NBA-liðinu Sacramento Kings á morgun.
Þetta er fyrsta æfingin sem Sacramento heldur fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem Jón Axel gefur kost á sér í.
Auk Jóns Axels fá fimm aðrir leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna hjá Sacramento á morgun.
Jón Axel lék einkar vel með Davidson á nýafstöðnu tímabili. Hann var m.a. valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðilsins sem Davidson leikur í. Hann var einnig valinn í úrvalslið A10.
Grindvíkingurinn skoraði 16,9 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidson í vetur.
Nýliðaval NBA-deildarinnar fer fram í Barclays Center í Brooklyn 20. júní.
Jón Axel æfir hjá Sacramento Kings

Tengdar fréttir

Jón Axel setur stefnuna á nýliðaval NBA
Grindvíkingurinn tekur sénsinn.

Jón Axel íþróttamaður ársins hjá Davidson
Grindvíkingurinn fór á kostum í bandaríska háskólakörfuboltanum í vetur.