Repjuolía á íslenska skipaflotann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 19:15 Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur. Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira