Ekki nóg fyrir Denver að hægja á hetju Portland liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 07:30 David Vanterpool, aðstoðarþjálfari Portland Trail Blazers, talar við Damian Lillard í leiknum í nótt. AP/David Zalubowski Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira