505 mánaða bið gæti endað í Seljaskólanum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 13:30 Matthías Orri Sigurðarson fagnar Sigurkarli Jóhannssyni eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurkörfuna í leik þrjú. Vísir/Vilhelm Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta Dominos-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta
Dominos-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira