505 mánaða bið gæti endað í Seljaskólanum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 13:30 Matthías Orri Sigurðarson fagnar Sigurkarli Jóhannssyni eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurkörfuna í leik þrjú. Vísir/Vilhelm Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira