Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2019 21:00 Haraldur Benediktsson, strandveiðisjómaður á Sæbergi HF-112. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00