Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2019 22:00 Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira