Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 07:32 Kjósendur virðast hafa beint reiði sinni að Íhaldsflokki May (t.v.) og Verkamannaflokki Jeremy Corbyn (t.h.). Vísir/EPA Bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn töpuðu sætum en minni flokkar unnu á í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi og Norður-Írlandi sem fóru fram í gær. Stjórnmálaskýrendur túlka úrslitin sem svo að kjósendur hafi refsað flokkunum tveimur fyrir hvernig þeir hafa haldið á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Kosið var til sveitarstjórnar á 248 stöðum á Englandi auk sex borgarstjóraembætta og til allra ellefu sveitarstjórna á Norður-Írlandi. Þrátt fyrir að talningu væri lokið í innan við helmingi sveitarstjórna á Englandi í morgun hafa fulltrúar bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins viðurkennt að kosningarnar hafi verið blóðtaka fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir hefur Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra tapað um 430 sætum í sveitarstjórnum. Mögulegt er tapið nemi að minnsta kosti 800 sætum þegar öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hefur tapað meirihluta í sautján sveitarstjórnum og Verkamannaflokkurinn þremur. Frjálslyndir demókratar unnu verulega á og hafa bætt við sig 300 sætum. Þeir hafa náð meirihluta í átta sveitarstjórnum fram að þessu. Auk þeirra bættu Græningjar og minni sjálfstæðir flokkar við sig sætum. Breski sjálfstæðisflokkurinn Ukip hefur tapað 54 sætum. Upphaflega ætluðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Því var frestað þar sem breska þingið felldi útgöngusamningi May forsætisráðherra ítrekað. Útgöngunni hefur nú verið frestað til 31. október. Brexit England Norður-Írland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn töpuðu sætum en minni flokkar unnu á í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi og Norður-Írlandi sem fóru fram í gær. Stjórnmálaskýrendur túlka úrslitin sem svo að kjósendur hafi refsað flokkunum tveimur fyrir hvernig þeir hafa haldið á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Kosið var til sveitarstjórnar á 248 stöðum á Englandi auk sex borgarstjóraembætta og til allra ellefu sveitarstjórna á Norður-Írlandi. Þrátt fyrir að talningu væri lokið í innan við helmingi sveitarstjórna á Englandi í morgun hafa fulltrúar bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins viðurkennt að kosningarnar hafi verið blóðtaka fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir hefur Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra tapað um 430 sætum í sveitarstjórnum. Mögulegt er tapið nemi að minnsta kosti 800 sætum þegar öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hefur tapað meirihluta í sautján sveitarstjórnum og Verkamannaflokkurinn þremur. Frjálslyndir demókratar unnu verulega á og hafa bætt við sig 300 sætum. Þeir hafa náð meirihluta í átta sveitarstjórnum fram að þessu. Auk þeirra bættu Græningjar og minni sjálfstæðir flokkar við sig sætum. Breski sjálfstæðisflokkurinn Ukip hefur tapað 54 sætum. Upphaflega ætluðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Því var frestað þar sem breska þingið felldi útgöngusamningi May forsætisráðherra ítrekað. Útgöngunni hefur nú verið frestað til 31. október.
Brexit England Norður-Írland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira