Stuðningsmenn Liverpool ósáttir með Lineker en hann biðst ekki afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 10:30 Gary Lineker og markið hjá Lionel Messi. Vísir/Samsett/Getty Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira