„Hræddar brúður í kerfinu“ hafi komið í veg fyrir Vestmannaeyjagöng Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. maí 2019 11:13 Árni Johnsen vill að Vestmannaeyjagöng verði að veruleika. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í rúman áratug barist fyrir jarðgöngum á milli Vestmannaeyja og Landeyja. Hann er sannfærður um að Vestmannaeyjagöng komi til framkvæmda því göng séu nútímaleg. Þegar hann líti um öxl sjái hann að „hræddar brúður í kerfinu“ komu í veg fyrir samgöngubótina. Þetta segir Árni í viðtali í Bítinu í morgun. Árni var ekki sáttur með þátt tveggja fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. „Það er því miður þannig að það er svolítið mikið af þröskuldum í okkar þjóðfélagi. Hræddar brúður í kerfinu. Við vorum óheppnir með ráðherrana sem voru þá uppi, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller.“Sagði Sturlu halda Vestmannaeyjum í gíslingu Í grein sem Árni skrifaði árið 2005 og birtist í Morgunblaðinu gagnrýnir hann Sturlu, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrir aðgerðarleysi. „Minn gamli félagi og samstarfsmaður til margra ára, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hefur gert margt ágætt sem samgönguráðherra, en í öðru eru honum mjög mislagðar hendur. Í rauninni heldur samgönguráðherra Vestmannaeyjum í gíslingu samgöngulega.“Árni segir að það sé eðlileg þjónusta við bæjarbúa að ráðast í Vestmannaeyjagöng.Vísir/Einar ÁrnasonÁlitamál hvort göngin væru réttlætanleg af jarðfræðilegum ástæðum Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, ákvað í samráði við þáverandi ríkisstjórn að leggja áform um gerð jarðganga til Vestmannaeyja á hilluna í ljósi hás kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Kristján tilkynnti um ákvörðun sína undir lok júlímánaðar 2007. Hann byggði ákvörðun sína á skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á göngunum en þar kom fram að verkefnið væri sannarlega gerlegt en það yrði afar kostnaðarsamt. Kostnaðurinn var talinn geta verið á bilinu 52-80 milljarðar. Skýrsluhöfundar sögðu þá að áhætta við gerð jarðganga til Vestmannaeyja væri mikil og álitamál hvort réttlætanlegt yrði að ráðast í verkefnið miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þá töldu þeir nauðsynlegt að gera frekari jarðfræðilegar og jarðtæknilegar rannsóknir til að draga úr óvissu. Ekki hvort heldur hvenær Í viðtalinu hjá Bítinu sagði Árni að verkefnið væri vissulega kostnaðarsamt en bætir við að það myndi þó borga sig til lengri tíma litið. Sú lausn í samgöngumálum yrði lang hagstæðust að mati Árna. Aðspurður hvort stjórnvöld sýndu hugmyndinni áhuga kveðst Árni ekki hafa heyrt um neitt slíkt. „Ég er ekki inn í þessum slag núna, í sjálfu sér, en það væri eina vitið að venda sínu kvæði í kross og fara í þessi göng. Það tæki í kringum sex ár að byggja göngin, 5-6 ár og það er engin spurning að þetta er það sem koma skal.“ Árni segir að ástæðan fyrir því að hugmyndin um Vestmannaeyjagöng hefði ekki komið til framkvæmdar sé sú að „menn hafi ekki viljað rugga bátnum á meðan verið var að byggja nýtt skip“. Segir Vegagerðina þröngsýna Þá beinir hann spjótum sínum að Vegagerðinni. „Vegagerðin var á móti þessari framkvæmd og Vegagerðin er nú á mörgu leyti slys á Íslandi því hún er svo þröngsýn þó hún geri margt gott. Þetta er nú bara því miður, sem blasir við sko, að menn ættu bara að venda sínu kvæði í kross og vaða í dæmið.“ Bítið Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í rúman áratug barist fyrir jarðgöngum á milli Vestmannaeyja og Landeyja. Hann er sannfærður um að Vestmannaeyjagöng komi til framkvæmda því göng séu nútímaleg. Þegar hann líti um öxl sjái hann að „hræddar brúður í kerfinu“ komu í veg fyrir samgöngubótina. Þetta segir Árni í viðtali í Bítinu í morgun. Árni var ekki sáttur með þátt tveggja fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. „Það er því miður þannig að það er svolítið mikið af þröskuldum í okkar þjóðfélagi. Hræddar brúður í kerfinu. Við vorum óheppnir með ráðherrana sem voru þá uppi, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller.“Sagði Sturlu halda Vestmannaeyjum í gíslingu Í grein sem Árni skrifaði árið 2005 og birtist í Morgunblaðinu gagnrýnir hann Sturlu, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrir aðgerðarleysi. „Minn gamli félagi og samstarfsmaður til margra ára, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hefur gert margt ágætt sem samgönguráðherra, en í öðru eru honum mjög mislagðar hendur. Í rauninni heldur samgönguráðherra Vestmannaeyjum í gíslingu samgöngulega.“Árni segir að það sé eðlileg þjónusta við bæjarbúa að ráðast í Vestmannaeyjagöng.Vísir/Einar ÁrnasonÁlitamál hvort göngin væru réttlætanleg af jarðfræðilegum ástæðum Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, ákvað í samráði við þáverandi ríkisstjórn að leggja áform um gerð jarðganga til Vestmannaeyja á hilluna í ljósi hás kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Kristján tilkynnti um ákvörðun sína undir lok júlímánaðar 2007. Hann byggði ákvörðun sína á skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á göngunum en þar kom fram að verkefnið væri sannarlega gerlegt en það yrði afar kostnaðarsamt. Kostnaðurinn var talinn geta verið á bilinu 52-80 milljarðar. Skýrsluhöfundar sögðu þá að áhætta við gerð jarðganga til Vestmannaeyja væri mikil og álitamál hvort réttlætanlegt yrði að ráðast í verkefnið miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þá töldu þeir nauðsynlegt að gera frekari jarðfræðilegar og jarðtæknilegar rannsóknir til að draga úr óvissu. Ekki hvort heldur hvenær Í viðtalinu hjá Bítinu sagði Árni að verkefnið væri vissulega kostnaðarsamt en bætir við að það myndi þó borga sig til lengri tíma litið. Sú lausn í samgöngumálum yrði lang hagstæðust að mati Árna. Aðspurður hvort stjórnvöld sýndu hugmyndinni áhuga kveðst Árni ekki hafa heyrt um neitt slíkt. „Ég er ekki inn í þessum slag núna, í sjálfu sér, en það væri eina vitið að venda sínu kvæði í kross og fara í þessi göng. Það tæki í kringum sex ár að byggja göngin, 5-6 ár og það er engin spurning að þetta er það sem koma skal.“ Árni segir að ástæðan fyrir því að hugmyndin um Vestmannaeyjagöng hefði ekki komið til framkvæmdar sé sú að „menn hafi ekki viljað rugga bátnum á meðan verið var að byggja nýtt skip“. Segir Vegagerðina þröngsýna Þá beinir hann spjótum sínum að Vegagerðinni. „Vegagerðin var á móti þessari framkvæmd og Vegagerðin er nú á mörgu leyti slys á Íslandi því hún er svo þröngsýn þó hún geri margt gott. Þetta er nú bara því miður, sem blasir við sko, að menn ættu bara að venda sínu kvæði í kross og vaða í dæmið.“
Bítið Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26
Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55
150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08
Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27