Ferðast með söl og hvönn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Gísli með nípur í körfu. Mynd/Gunnar Freyr/Icelandic Explorer Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira