Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það. Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það.
Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30
„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20