Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 09:45 Kim virðist vera að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjamönnum. Asahi Shimbun/Getty Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent