Pedro: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæður Árni Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 19:46 Strákarnir hans Pedros hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni 3-0. vísir/bára Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00