Röntgenlæknar fluttir inn frá Svíþjóð til að stytta biðlistana Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 06:15 Um skeið tók fjóra mánuði að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða. Nordicphotos/Getty Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira