Enski boltinn

Mohamed Salah verður ekki með Liverpool á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah liggur í grasinu eftir höfuðhöggið.
Mohamed Salah liggur í grasinu eftir höfuðhöggið. Getty/Chris Brunskill
Liverpool verður án síns markahæsta leikmanns í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Mohamed Salah fékk slæmt höfuðhögg í leiknum á móti Newcastle um helgina og nú er komið í ljós að hann getur ekki spilað leikinn á móti Barcelona á Anfield á morgun.

Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn. Roberto Firmino verður heldur ekki með Liverpool liðinu í þessum leik en hann missti líka af leiknum á móti Newcastle og byrjaði á bekknum í fyrri leiknum við Barcelona.





Mohamed Salah lenti í samstuði við Martin Dubravka, markvörð Newcastle. Egyptinn stóð ekki aftur upp og var á endanum borinn út af vellinum á börum.

Divock Origi kom inn á fyrir Mohamed Salah og tryggði síðan Liverpool 3-2 sigur undir lok leiksins. Salah hafði áður skorað sitt 22. deildarmark á leiktíðinni.

Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og Liverpool þarf því að vinna 4-0 annað kvöld til komast í úrslitaleikinn.







X




Fleiri fréttir

Sjá meira


×