Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 14:16 Bílar í Auðarstræti í morgun með sekt á framrúðunum. Þóra Einarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað. Bílar Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað.
Bílar Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira