Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 15:06 Cohen þegar hann yfirgaf heimili sitt í New York í morgun. AP/Kevin Hagen Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur afplánun á þriggja ára fangelsisdómi í New York í dag. Þegar hann yfirgaf heimili sitt í morgun sagði hann fréttamönnum að enn væri margt ósagt um málefni forsetans og að hann hlakkaði til að geta „deilt sannleikanum“ með þeim. Fangelsisdómurinn sem Cohen hlaut var fyrir brot á kosningalögum þegar hann sá um að greiða tveimur konum sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja um það og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi. Cohen verður fangelsaður í alríkisfangelsi í Otisville í New York og segir Reuters-fréttastofan að búist sé við því að hann verði vistaður í lágmarksöryggisdeild þar. Hegði hann sér vel í steininum gæti refsing hans verið stytt um 15%. Lögmaðurinn var um árabil einn tryggasti málsvari Trump og hefur Cohen verið lýst sem „reddara“ forsetans. Í kekki kastaðist á milli þeirra eftir að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð hans og hótelherbergi í apríl í fyrra. Þremur mánuðum síðar sagðist Cohen opinberlega ætla að setja fjölskyldu sínar og föðurland ofar forsetanum. Hann vann með saksóknurum í New York á rannsóknum á Trump. Í vitnisburði fyrir þingnefnd í febrúar lýsti Cohen fyrrum vinnuveitanda sínum sem rasista, svikahrappi og svindlara. Í dag sagði hann fréttamönnum að hann vonaðist til þess að þegar hann losnaði úr fangelsi yrðu Bandaríkin laus við „útlendingaandúð, óréttlæti og lygar við stjórnvölinn“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur afplánun á þriggja ára fangelsisdómi í New York í dag. Þegar hann yfirgaf heimili sitt í morgun sagði hann fréttamönnum að enn væri margt ósagt um málefni forsetans og að hann hlakkaði til að geta „deilt sannleikanum“ með þeim. Fangelsisdómurinn sem Cohen hlaut var fyrir brot á kosningalögum þegar hann sá um að greiða tveimur konum sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja um það og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi. Cohen verður fangelsaður í alríkisfangelsi í Otisville í New York og segir Reuters-fréttastofan að búist sé við því að hann verði vistaður í lágmarksöryggisdeild þar. Hegði hann sér vel í steininum gæti refsing hans verið stytt um 15%. Lögmaðurinn var um árabil einn tryggasti málsvari Trump og hefur Cohen verið lýst sem „reddara“ forsetans. Í kekki kastaðist á milli þeirra eftir að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð hans og hótelherbergi í apríl í fyrra. Þremur mánuðum síðar sagðist Cohen opinberlega ætla að setja fjölskyldu sínar og föðurland ofar forsetanum. Hann vann með saksóknurum í New York á rannsóknum á Trump. Í vitnisburði fyrir þingnefnd í febrúar lýsti Cohen fyrrum vinnuveitanda sínum sem rasista, svikahrappi og svindlara. Í dag sagði hann fréttamönnum að hann vonaðist til þess að þegar hann losnaði úr fangelsi yrðu Bandaríkin laus við „útlendingaandúð, óréttlæti og lygar við stjórnvölinn“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30